Sveitarfélögin þrjú sem eiga Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hafa ekki lokið umfjöllun sinni um sölu á Gagnaveitunni. Stjórn OR vísaði málinu til eigendanefndar OR.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá OR. Í henni segir m.a. að í tengslum við mótun Eigendastefnu OR hafi sérstaklega komið til skoðunar hvort rekstur gagnaveitu skuli teljast hluti kjarnastarfsemi Orkuveitunnar. Eigendanefnd OR, sem hefur það hlutverk að gera tillögu að eigendastefnu til eigenda, hefur í því samhengi til meðferðar tillögu, sem fram kom í stjórn OR, um sölu Gagnaveitu Reykjavíkur.

Þá segir í tilkynningunni að OR hafi verið veittar ítarlegar trúnaðarupplýsingar um málefni Gagnaveitu Reykjavíkur og komu þær upplýsingar fram að hluta í kynningum á vegum Eigendanefndar á vettvangi sveitarstjórna eigenda.

Þá kemur fram að verðmat á Gagnaveitunni hafi farið fram fyrir ári. OR ætli ekki að birta niðurstöðurnar verðmatsins enda geti það skaðað hagsmuni OR komi til sölu Gagnaveitunnar.