Erlend staða þjóðarbúsins var neikvæt um rúmlega 1.117 milljarða króna undir lok þriðja ársfjórðungs, samkvæmt upplýsingum Seðlabankans. Þar af námu erlendar eignir þjóðarbúsins 2.408 milljörðum króna á sama tíma og skuldir voru 3.525 milljarðar. Þetta er 190 milljörðum krónum meira en í lok annars ársfjórðungs.

Greining Íslandsbanka bendir á það í Morgunkorni sínu í dag að mestu muni um verri erlenda stöðu þjóðarbúsins nú en áður að erlendar eignir dragast saman um 205 milljarða á milli fjórðunga á sama tíma og mun minni breyting er á skuldastöðunni. Í Morgunkorninu er vísað til þess að Seðlabankinn segi breytingarnar tilkomnar vegna þess að á tímabilinu hafi innlánsstofnanir í slitameðferð tekið um 307 milljarða króna út af reikningum sínum í Seðlabankanum og flutt þá yfir á erlenda bankareikninga.

Staðan betri ef þrotabúin eru tekin út

Greining bankans bendir á að þrátt fyrir þetta erlend staða þjóðarbúsins batnað mikið undanfarið. Undirliggjandi erlend staða þjóðarbúsins hafi numið í lok þriðja ársfjórðungs 67% af áætlaðri vergri landsframleiðslu sem er talsvert betra en árið 2007 þegar hún nam 112% af vergri landsframleiðslu. Greining Íslandsbanka segir stöðuna hins vegar öllu verri þegar innlánsstofnanir í slitameðferð eru teknar með í reikningnum. Að þeim meðtöldum var hrein staða við útlönd neikvæð um 8.874  milljlarða króna í lok þriðja ársfjórðungs, sem jafngildir rúmlega fimmfaldri vergri landsframleiðslu í fyrra. Það skekki myndin og dragi upp mun dekkri stöðu en hún er í raun.