*

föstudagur, 30. október 2020
Innlent 6. apríl 2020 08:46

Erlenda kortaveltan 5% af því sem var

Innlenda kortaveltan tvöfaldaðist daginn sem samkomubannið var sett á, og dettur nær alveg niður á sunnudögum.

Ritstjórn
Nú eru margir farnir að nota snertilausar lausnir í farsímana til að borga í dagvöruverslunum.
Aðsend mynd

Innlend kortavelta dróst jafnt og þétt saman í marsmánuði, ef utan eru taldir þeir dagar sem tilkynnt var um breyttar reglur vegna útbreiðslu veirusýkingarinnar sem veldur Covid 19 sjúkdómnum, að því er Hagstofa Íslands greinir frá.

Þannig var tvöfalt meiri velta en á meðaldegi þegar tilkynnt var um breyttar reglur um samkomubann 13. mars síðastliðinn. Erlenda kortaveltan dróst hins vegar saman jafnt og þétt allan mánuðinn og var um 5% þess sem hún var í upphafi hans í lok hans.

Innlenda kortaveltan breytist mikið eftir dögum í dagvöruverslunum, en hún eykst eftir því sem á líður á vikuna þannig að hún er mest á föstudögum, en dregst svo verulega saman aftur á sunnudögum.

Stikkorð: Kortavelta veirusýking Covid 19