Verðmæti verðbréfaeignar Íslendinga jókst á  milli áranna 2006 og 2007 um 122,3 milljarða króna, eða um 48,8%. Lands menn töldu nú fram 372,6 milljarða í innlendum og erlendum verðbréfum við skattskil. Innlendar innistæður hækkuðu einnig mikið, um 48,5 milljarða, eða 22,3%. Inn stæður landsmanna í innlendum bönkum voru 265,3 milljarðar um áramótin. Það lítur því út fyrir að mikið lausafé hafi verið í umferð undir árs lok 2007,“ segir Páll Kolbeins, sérfræðingur hjá ríkisskattstjóra í greiningu sinni á skattskilum að þessu sinni.

Hafa ætlað að tryggja sig gegn lækkunum

Hann segir sérstaka athygli vekja mikil aukning á erlendum eignum, hluta bréfum og bankainnistæðum. Lands menn áttu tæpum átta milljörðum, eða 51,8%, meira í erlendum hlutabréfum 2007 en í árið á undan og innistæður í erlendum bönkum voru nú tæpum 4,8 milljörðum hærri en árið á undan, sem er 146,2% aukning á milli ára.

Framtalið verðgildi hluta bréfa í erlend um félögum var nú 23,4 milljarðar og skattskyldir menn í landinu áttu tæpan 8,1 milljarð í innistæðum erlendis. „Mikil hækkun erlendra innistæða kann að skýrast af því að ein hverjir hafi ætlað að tryggja sig fyrir gengis falli og lækkun á hlutabréfa mörkuðum,“ segir Páll. Þeir sem telja fram erlend hluta bréf voru nú 36,8% fleiri en árið 2006 og 15% fleiri töldu fram erlendar innistæður.