Erlendur Steinn Guðnason hefur gengið til liðs við Vizido ehf. sem nýr meðeigandi og mun vera starfandi stjórnarformaður hjá fyrirtækinu.

Frá árinu 2013 hefur Erlendur verið framkvæmdastjóri hjá nýsköpunarfyrirtækinu Stika sem m.a. þróar og flytur út hugbúnaðinn RM Studio til tuttugu landa. Erlendur var áður forstöðurmaður hjá Símanum þar sem hann m.a. hann leiddi uppbyggingu á Sjónvarpi og Ljósneti Símans. Fyrir það byggði hann upp þjónustuver EVE Online frá CCP og var var framkvæmdastjóri Íslandsvefja. Þá er Erlendur Steinn formaður Samtaka Sprotafyrirtækja.

Vizido er app sem hjálpar fólki að muna en markmið fyrirtækisins er að ná 45 milljónum notenda innan fjögurra ára. Velta á app markaði í flokknum business and productivity er áætluð 7.536 milljarðar á þessu ári.