Erna Gísladóttir, stjórnarformaður Haga hf, hefur eignast 0,49% í félaginu eftir kaup á 6 milljón hlutum á genginu 42,3 krónur. Erna er forstjóri og eigandi bílaumboðsins BL ehf., sem áður hétu Bifreiðar og Landbúnaðarvélar.

Þar með fékk hún hlutina á 253,8 milljónir króna, en eins og Viðskiptablaðið sagði frá í dag , voru langsamlega mestu viðskiptin með gengi bréfa félagsins í annars gróskumiklum viðskiptadegi í kauphöllinni í dag. Fór gengi bréfanna í 43,50 krónur í viðskiptum dagsins, svo verðmæti þeirra nú er því 261 milljón króna, eða 7,2 milljónum krónum hærra en við viðskipti hennar fyrr í dag.

Hér má sjá lista yfir 20 stærstu eigendur félagsins frá 30. október síðastliðinn, fjölda hluta í eigu hvers og prósentu, en eignarhlutur hennar er ekki mikið undir þeim 20. í röðinni samkvæmt honum:

  1. Gildi - lífeyrissjóður    176.714.721    14,56%
  2. Lífeyrissj.starfsm.rík. A-deild    125.966.100    10,38%
  3. Lífeyrissjóður verslunarmanna    120.687.852    9,95%
  4. Samherji hf.    112.343.738    9,26%
  5. Birta lífeyrissjóður     82.241.638    6,78%
  6. Stapi lífeyrissjóður    57.748.251    4,76%
  7. Lífeyrissj.starfsm.rík. B-deild    53.487.500    4,41%
  8. Festa - lífeyrissjóður    46.775.169    3,86%
  9. Global Macro Absolute Return Ad    35.902.255    2,96%
  10. Frjálsi lífeyrissjóðurinn    32.963.708    2,72%
  11. Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda    29.854.665    2,46%
  12. Landsbréf - Úrvalsbréf    20.982.510    1,73%
  13. Global Macro Portfolio    17.208.433    1,42%
  14. Vátryggingafélag Íslands hf.    14.401.200    1,19%
  15. Lífsverk lífeyrissjóður    12.505.527    1,03%
  16. Arctic Funds PLC    12.250.000    1,01%
  17. Hagar hf.    11.985.473    0,99%
  18. Brú Lífeyrissjóður starfs sveit    10.701.106    0,88%
  19. Lífeyrissjóður Vestmannaeyja    10.682.778    0,88%
  20. Sjóvá-Almennar tryggingar hf.    10.596.407     0,87%