Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem gefur næst mest til þróunaraðstoðar á eftir Bandaríkjunum, mun í dag verða fyrir gagnrýni bresku góðgerðarstofnunarinnar Save the Children, vegna hægagangs við dreifingu fjármagnsins. Samtökin halda því fram að hægagangurinn geti orðið til þess að grafa undan þróunarferlinu hjá fjölda þeirra þjóða sem þurfa á aðstoð að halda. Töfin ógnar einnig þúsaldarmarkmiðum um að fækka þeim sem lifa við mikla fátækt um helming fyrir árið 2015.

Í skýrslu samtakanna kemur fram að helsta ástæða hægagangsins sé skriffinnska og óskilvirk stjórnun. Evrópusambandið stóð sig sérstaklega illa þegar kom að þróunaraðstoð. Sarah Hague ráðgjafi samtakanna segir: "Fjárhagsaðstoð getur numið 40% af útgjöldum þróunarríkja og því er hún ákaflega mikilvæg. Tafir við útdeilingu fjármagnsins getur gert það að verkum að kennarar og starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni fái ekki laun eða að nauðsynleg lyf og skólabækur komast ekki til barna sem á þeim þurfa að halda."