Í dag tók gildi breyting á reglugerð sem veitir Íslandi rétt til fjárstuðnings frá ESB til að búa sig undir aðild að sambandinu.

Stefan Füle ,stækkunarstjóri ESB, sagði að samþykktin undirstrikaði vilja ESB til að styðja við bakið á Íslandi í aðildarferlinu. Þau ríki sem eru í viðræðuferli um aðild að ESB eiga rétt á slíkum stuðningi.