MMORPG.COM, vefrit um netleiki, hefur tilkynnt að íslenski netleikurinn EVE online vann í öllum þeim fjórum flokkum sem þeir voru tilnefndir til í lesendaverðlaunum vefritsins árið 2005.

Leikurinn vann til verðlauna í eftirfarandi flokkum: besti maður á mann leikurinn, besta tölvugrafíkin, upphálds fyrirtæki og besti leikurinn.

EVE Online hefur hlotið fjölda viðurkenninga og nú nýverið setti leikurinn heimsmet í fjölda þátttakenda í leiknum í einu. Metið er 22.020 leikmenn.

?Við eigum ekki til orð yfir þakklæti okkar til netsamfélagsins? sagði Nathan Richardsson, yfirframleiðandi tölvuleiksins. ?Þetta er það afrek sem er hvað mest gefandi fyrir okkur, bæði fyrir fyrirtækið og okkur starfsmennina sem erumn tölvuleikaspilarar sjálfir."

Gefin voru yfir þrjátíu þúsund atkvæði í lesendakönnun vefritsins og var keppt í sjö flokkum. EVE Online sigraði vinsæla tölvuleiki, eins og World of Warcraft, Everquest II, Lineage II, Star Wars Galaxies, Guild Wars, Dark Age of Camelot.