Sterkt gengi evrunnar skaðar útflutningsiðnað Íra, að mati Brians Lenihan, fjármálaráðherra landsins.

Hann sagði fyrir fund fjármálaráðherra Evrulandanna í gær að sterkt gengi evrunnar væri Írum erfitt sökum þess hve stór hluti milliríkjaverslunar þeirra væri við Bandaríkin og Bretland.

Hann sagði jafnframt að þótt utanaðkomandi þættir héldu uppi verðbólguþrýstingi á evrusvæðinu mættu stjórnmálamenn og stefnusmiðir ekki sofna á verðinum.