Markaðir í Evrópu lækkuðu í dag í kjölfar þess að fundargerð seðlabanka Bandaríkjanna varð til þess að áhyggjur um efnahagsbata Bandaríkjanna tóku sig upp aftur og gaf einnig til kynna að stýrivaxtalækkannir væru væntanlegar á næstunni.

Dow Jones Stoxx 600 vísitalan lækkaði um 0,3% og lauk í 368,68.

FTSE 100 vísitalan lækkaði um 0,5% og lauk í 6.287.

DAX vísitalan lækkaði um 0,3% og lauk í 6674,40. Deutsche Telekom hækkaði um 2,7% og Lufthansa um 2,1%.

CAC-40 vísitalan lækkaði um 0,7% og lauk í 5574,56. Alstom lækkaði um 4,9%, en fyrirtækið hafði hækkað þrjár vikur í röð. Peugeot hækkaði um 2% í kjölfar uppfærðs verðmats Citigroup.

OMXN40 vísitalan lækkaði um 1,2% og lauk í 1205,55. Boliden lækkaði um 5,3%, Outokumpu um 4,6%, SAAB um 3,7% og Rautaruukki um 3,8% í kjölfar verðlækkun á hrámálmum.

OBX lækkaði um 2,7% og lauk í 361,01. Statoil lækkaði um 3,7% og Norsk Hydro um 3,5%, í kjölfar lækkun á olíuverði.