Þýska vísitalan DAX Xetra 30 lækkaði um 0,07% í 6258,19. Dyckerhoff hækkaði um 17%, Depfa lækkaði um 3,4% í kjölfar birtingar uppgjörs sem var undir væntingum.

Bifreiðaframleiðendur lækkuðu talsvert á mörkuðum í dag: Volkswagen lækkaði um 1,7%, BMW lækkaði um 1,2% og Peugeot lækkaði um 1,5%

Franska vísitalan CAC-40 lækkaði um 0,63% í 5.362,23.

FTSE 100 vísitalan lækkaði um 0,55% í 6.126,8. En jarðvinnslufyrirtæki lækkuðu talsvert í dag; Xstrata lækkaði um 1,9%, BHP Billiton lækkaði um 2,1% og Vedanta Resources lækkaði um 2,2%.

Dow Jones Stoxx 600 vísitalan lækkaði um 0,32%.

OMXN40 vísitalan lækkaði um 0,4% í 1139,24. SEB lækkaði um 1,5%, Ericsson lækkaði um 0,6% og TeliaSonera lækkaði um 0,9%.

OBX lækkaði um 1,3% í 335,78. Norska olíufyrirtækið Statoil lækkaði um 2,2% í kjölfar birtingar uppgjörs og Norsk Hydro lækkaði um 2,8%.