*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 30. nóvember 2011 13:27

Evrópskir bankar of skuldsettir

Bandarískir bankar voru minna gíraðir en evrópskir nú þegar bankakreppan skall á fyrir þremur árum. Þetta gæti orðið evrópskum bönkum fjötur um fót.

Ritstjórn
AFP

Margar af helstu fjármálastofnunum Evrópu eru nær þrisvar sinnum skuldsettari en helstu fjármálastofnanir í Bandaríkjunum. Þetta hefur valdið því að evrópskir bankar eru verr í stakk búnir að verjast áföllum en marga hefði grunað.

Heildargírun í evrópska bankakerfinu er 26:1 (eignir/eigið fé) að meðaltali. Til viðmiðunar var bandaríska bankakerfið í heild sinni gírað 13:1 stuttu áður en undirmálskreppan í Bandaríkjunum skall á fyrir þremur árum.

Róbert Helgason segir í grein sem hann skrifar í Viðskiptablaðið sem kom út í síðustu viku það því ekki eingöngu spurning hvort ríki geta greitt eigin skuldir, heldur hvort og hvernig evrópsk ríki hafa nægilegt bolmagn til að endurfjármagna eigin banka án þess að missa tök á eigin skuldum í kjölfarið.

Grein Róberts má nálgast hér

Stikkorð: bankakreppa kreppa