Evrópusambandið hefur ákveðið að frysta eigur Victors Yanukovych, fyrrverandi forseta Úkraínu, og sautján annarra embættismanna og skyldmenna hans. Þeim er öllum gert að sök að hafa dregið sér fé úr ríkissjóði landsins.

Meðal annars eru eigur sonar Yanukovych frystar og nánustu samstarfsmanna hans. Þar á meðal eru fyrrverandi innanríkisráðherra, saksóknari ríksisins og yfirmaður öryggissveita. Einnig eru eigur fyrrverandi forsætisráðherrans, Mykola Azarov, og sonar hans frystar.

Neyðarfundir fara fram þessa dagana í Brussel um inngrip Rússa í málefni Úkraínumanna.