Evrópusambandið mun líklega hefja refsiaðgerðir gegn Íslandi og Færeyjum vegna makríl- og síldarveiði landanna. Slíkar aðgerðir fælu fyrst og fremst í sér löndunar- og flutningsbann á íslenskum makríl í ESB löndum. Frá þessu greinir The Independent en fjallað er um málið á ruv.is .

Þar segir að aðgerðir sambandsins séu til marks um aukna hörku í samskiptum þjóðanna. Íslensk yfirvöld hafa sagt veiðarnar vera sjálfbærar og nauðsynlegar efnahagi landsins. Sjávarútvegsráðherra ESB, Maria Damanaki, gaf frest til lok júlí um ákvarðanatöku hvort beita skyldi aðgerðum gegn Íslandi.