Atvinnuleysi á evrusvæðinu mældist 9,7% september og hækkaði lítillega á milli mánaða.

Þannig eru nú 15,3 milljónir manna atvinnulausir á evrusvæðinu, þ.e. þeim 16 ríkjum sem nota evru sem gjaldmiðil, samkvæmt tölum frá Eurostat.

Atvinnuleysi á evrusvæðinu hefur nú ekki mælst hærra í rúm 10 ár, eða frá því í janúar 1999. Í úttekt Financial Times kemur þó fram að atvinnuleysi hefur ekki vaxið á sama hraða og í Bandaríkjunum en þar kemur helst til ströng vinnulöggjöf hjá Evrópusambandinu.

Þannig hefur atvinnuleysi á evrusvæðinu aukist um 2,5% frá því snemma árs 2008, samanborið við 5% aukningu í Bandaríkjunum á sama tíma en atvinnuleysi í Bandaríkjunum mælist nú 9,8%.