Expert ehf. er sprotafyrirtæki sem er lítið og straumlínulagað og hefur það að markmiði að berjast gegn þekkingaflótta sem kreppan hefur leit til. Að sögn Þráins Arnþórssonar, framkvæmdastjóra Experts, er markmiðið að hafa litla yfirbyggingu en mikinn sveigjanleika með útvistun. ,,Við viljum miðla þekkingu sem er til staðar hér á Íslandi og veita hágæða viðskiptaráðgjöf ásamt þróun hugbúnaðarlausna og árangursríkri verkefnastjórnun," sagði Þráinn.

Markmið félagsins er öflug miðlun fyrir Íslenska sérfræðinga að finna verkefni og fyrir fyrirtæki að finna réttu sérfræðingana. ,,Við höfum nú um 30 sérfræðinga á skrá hjá okkur og fá þeir reglulegar upplýsingar um möguleg verkefni sem yfirleitt eru tímabundin. Hagur fyrirtækja er að létta byrði og auka sveigjanleika á erfiðum tímum. Verkefni eru sótt jafnt innanlands sem utan, en okkar markmið að halda starfsmönnum og þeirra fjölskyldum hér heima.

Við viljum berjast gegn þekkingarflótta sem kreppan getur leitt til. Við viljum nefnilega ekki missa besta fólkið úr landi heldur byggja upp íslenskan þekkingargrunn. Á þann hátt styrkjum við íslenskt atvinnulíf og sköpum ný atvinnutækifæri."

Í tilkynningu segir að sveigjanleiki sé lykilatriði við nútíma markaðsaðstæður. Markaður sem byggir á sífellt auknum hraðra breytinga og alþjóðavæðingu. Sveigjanleikinn er fenginn með því að reka tímabundin verkefni (sem hafa skýrt upphaf og endi) eða leysa úr álagstoppum. Einnig eru fyrirtæki oft með árstíðabundnar tekjur og verða að aðlaga starfsemi sína því umhverfi. Íslenskir sérfræðingar Expert eru vel menntaðir, hafa unnið í flóknu alþjóðlegu umhverfi og tekist að leysa stór og margslungin verkefni.

Í tilkynningu segir að hugmyndafræði og áherslur Expert falla vel að þessum aðstæðum. Við setjum saman teymi Íslenskra sérfræðinga sem hafa yfir að ráða nauðsynlegri þekkingu og reynslu. Þannig getum við fengist við stór verkefni þar sem við samþættum innri kerfi, innleiðum nýja ferla og útfærum nýja tækni - innan ákveðins tíma- og kostnaðarramma. Þar liggur hagur framsýnna fyrirtækja.