Eyrir hefur bætt hátt í 4% við hlut sinn í Marel og á nú 12,84% hlut í félaginu. Viðskiptin fóru að mestu fram á genginu 50 og greiddi Eyrir því hátt í 460 milljónir fyrir hlutinn.

Eyrir á nú 30,8 milljón hluti og er markaðsverðmæti hlutarins rúmlega 1,5 milljarður. Gengi bréfa í Marel hefur hækkað töluvert að undanförnu og á síðustu 12 mánuðum hefur gengið nánast þrefaldast.