Gengi hlutabréfa Haga-samstæðunnar lækkaði um 0,83% í rúmlega 41 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag.

Á sama tíma hækkaði gengi hlutabréfa færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum um 1,66%. Félagið birti uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins í morgun og skilaði félagið metafkomu.

Þessu til viðbótar hækkaði gengi bréfa fasteignafélagsins Regins um 0,48%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,88% og endaði hún í 997,98 stigum í tæplega 90 milljóna króna viðskiptum.