Icelandair flutti 363 þúsund farþega í millilandaflugi í júní og voru þeir 18 prósentum fleiri en í júní á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þá jókst framboð jafnframt um 18 prósent.

Sætanýting hjá Icelandair nam 83,3 prósentum og er það 0,7% aukning á milli ára.

Farþegum í innanlands- og Grænlandsflugi fjölgaði lítillega á milli ára, eða um 4% í 28 þúsund. Sætanýting nam 74,4% og jókst um 5,3 prósentustig.

Miðað við stóraukið framboð á flugi til Íslands má búast við því að ferðamenn í sumar verði talsvert fleiri en á síðasta ári í ljósi þessa talna frá Icelandair.