Fast-1 slhf. skilaði í fyrra 493,4 milljóna króna hagnaði í fyrra, samanborið við 189,5 milljóna króna hagnað árið á undan. Athuga ber að í fyrra eignaðist Fast-1 eignir við Borgartún og turninn við Höfðatorg og skýrir það miklar breytingar á rekstrar- og efnahagsreikningi á milli ára.

Leigutekjur Fast-1 námu í fyrra 1,500,5 króna, en árið 2013 námu þær 347,9 milljónum. Rekstrarhagnaður var 1.168,7 milljónir í fyrra, en 407,3 milljónir árið 2013. Hrein fjármagnsgjöld námu 735,8 milljónum í fyrra, samanborið við 179,7 milljónir árið á undan.

Þann 7. febrúar 2014 var gengið frá kaupum Fast-1 á öllu hlutafé í HTO ehf., en litið er svo á að yfirráð hafi færst yfir þann 1. janúar 2014, þar sem áhætta og ávinningur fluttist þá yfir til Fast-1. HTO er eigandi fasteignanna við Borgartún 8-16 og Katrínartún 2.

Tekjur, sem tilkomnar eru frá HTO á árinu eru að fjárhæð 1.215 milljónir króna og hagnaður samstæðunnar tilkominn frá HTO á árinu er 168 milljónir. Allt kaupverðið var greitt með handbæru fé, samtals 4,6 milljarðar króna.