Húsnæðisverð í Bandaríkjunum lækkaði um 1,4% milli mánaða í október, sem er mesta lækkun fasteignaverðs vestanhafs í sjö ár að því er fram kemur í frétt The New York Times. Verð í 20 stórborgum féll um 6,1% frá sama mánuði 2006, samkvæmt S&P/Case Shiller vísitölunni sem birt var í gær. Lækkunin í september nam 4,9%.

Raunverð fasteigna lækkaði á öllum svæðunum nema þremur, Seattle, Portland í Oregan og Charlotte í Norður Karólínu, en þar lækkaði verðið engu að síður milli mánaða þótt það hækkaði milli ára.