Avery Stone, hjá Global Merchant Funding Ltd., sannfærði fjárfesta í Hong Kong um að fjárfesta alls 32,5 milljónum dollara eða því sem samsvarar 3,6 milljörðum íslenskra króna í fyrirtæki sínu.

Stone, sem má með réttu kalla svikahrapp, virðist hafa verið svo sannfærandi, að stórir viðskiptaaðilar hafa ákveðið að fjárfesta í fyrirtæki hans. Eftir að upp komst um svikin þá var Stone svo horfinn á bak og brott.

Morgan Stanley og Citigroup sitja eftir með sárt ennið

Meðal þeirra áttatíu sem að Stone náði að sannfæra voru háttsettir aðilar í bönkum á borð við Morgan Stanley og Citigroup, sem hafa starfsemi í Asíu.

Í grein Bloomberg um málið, er haft eftir Thomas Gallagher, einn af þeim sem fjárfestu í GMF, fyrirtæki Stone, að þetta hafi ekki verið hefðbundinn samningur sem hafi ekki verið efndur, heldur hafi Stone gengið á vini sína til þess að sannfæra þá um að fjárfesta í fyrirtæki sínu.

Stal 400 þúsundum dollurum og skambyssu frá fjölskyldunni

„Hann er glæpon, þú getur haft það eftir mér,“ sagði Richard Stone, 82 ára gamall faðir Averys í viðtali við Bloomberg fréttatveituna. „Hann er nú í felum vegna þess að hann er lélegur karakter.“

Avery ólst upp í úthverfi New York og faðir hans lánaði honum 89 þúsund dollara til að fara til Hong Kong. En hann lét ekki eftir sitja og stal 400 þúsund dollurum úr fjölskyldusjóðnum, ásamt skambyssu föður síns.

Fjárfestar og stjórnvöld forundran

Samkvæmt ársreikningum hefur GMF tapað ár hvert frá 2010. Halli á rekstri fyrirtækisins nam 15,8 milljónum dollara þau ár og hefur fyrirtækið staðið í ströngu vegna lögsókna á hendur þess. Avery er horfinn á bak og brott, en eftirlitsaðilar og fjárfestar klóra sér nú í hausnum og spyrja sig eflaust að því; „Hvernig gat þetta gerst?“