Fjárfestingarfélagið Kjölfesta hefur keypt 30% hlut í afþreyingafyrirtækinu Senu og dótturfélögum. Sena er að mestu í eigu Draupnis fjárfestingarfélags sem á 69% hlut. Jón Diðrik Jónssonar. Sjóðurinn Kjölfesta var settur á laggirnar í fyrrasumar. Stofnfé sjóðsins nam 4 milljörðum króna og fjárfestir félagið í óskráðum félögum. Að Kjölfestu koma 14 fagfjárfestar, þar af 12 lífeyrissjóðir. Aðrir hluthafaru eru Sigla ehf, Magnús Bjarnason og Björn Sigurðsson, forstjóri Senu.

Ekkert er gefið upp um kaupverðið í tilkynningu frá Senu. Ársreikningur Senu fyrir síðasta ár liggur ekki fyrir. Félagið velti rúmum 2,1 milljarði króna árið 2011 og hagnaðist um 70 milljónir. Eignir námu tæpum 1,1 milljarði króna. Á móti námu skuldir rúmum 562 milljónum króna. Eigið fé nam rúmum 513 milljónum króna í lok ársins.

Í tilkynningu um viðskiptin er haft eftir Kolbrúnum Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Kjölfestu, að kaupin nú í takt við fjárfestingarstefnuna, þ.e. að byggja upp dreift eignasafn og fjárfesta í fyrirtækjum með góða rekstrarsögu. Kjölfesta fær eitt stjórnarsæti í krafti kaupa á 30% hlut í Senu. Þrír lífeyrissjóðir eiga meira en 10% hlut í Kjölfestu. Það eru Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Stapi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verkfræðinga.

Fram kemur á heimasíðu Kjölfestu um fjárfestingarstefnu félagsins að hlutur í félögum skuli vera á bilinu 20-40% og að hámarksfjárfesting í einu félagi verði 25%.

Sena er risi í afþreyingageiranum hér á landi á sviði tónlistar, tölvuleikja, og dreifingar á stafrænu efni, s.s. tónlist en Sena á fyrirtækið D3 sem rekur tónlistarveituna tónlist.is. Þá rekur sena þrjú kvikmyndahús.