Í dag voru undirritaðir samningar um aðild Félags ráðgjafaverkfræðinga (FRV) að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins. Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI, Björgólfur Jóhannsson, formaður SA, og Júlíus Karlsson, formaður FRV, skrifuðu undir samningana sem taka gildi 1. apríl næstkomandi.

Fram kemur í tilkynningu að með aðildinni taki samtökin að sér almenna starfssemi og hagsmunagæslu fyrir FRV. Í því felist m.a. úttekt á laga- og reglugerðarumhverfi FRV, umsagnir um lagafrumvörp sem hafa áhrif á starfsskilyrði félagsmanna í samstarfið við laganefnd FRV, sérstök vöktun á lagasetningum tengdum innleiðingum á ESB tilskipunum sem snerta starfssemi FRV. Síðast en ekki síst munu samtökin reyna að hafa áhrif á stjórnvöld til að tryggja samkeppnishæfni íslenskra verkfræðifyrirtækja.