Ferðamönnum hefur fjölgað stanslaust á árinu. Nóvember var engin undantekning. Þá fóru um 46 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu, samkvæmt talningum Ferðamálastofu eða um 9.500 fleiri en í nóvember á síðasta ári. Um 25,7% aukningu ferðamanna er að ræða milli ára.

Frá því Ferðamálastofa hóf talningar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar árið 2002 hefur árleg aukning í nóvember verið að jafnaði 14,3% milli ára. Sveiflur hafa þó verið miklar í brottförum milli ára.

Frá áramótum hafa 739.328 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða um 120 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur 19,5% milli ára.