*

laugardagur, 14. desember 2019
Innlent 17. júlí 2019 16:44

Festi hækkaði um 2,4%

Það var líflegt yfir hlutabréfamarkaði í dag þar sem veltan nam tæplega 2,4 milljörðum króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands, OMXI10 hækkaði um 1,45% í dag og stendur nú í 2.091,3 stigum. Velta á markaðnum nam tæplega 2,4 milljörðum króna og nam fjöldi viðskipta 91. 

Mesta hækkun var á bréfum Festi sem hækkuðu um 2,4%  í 460 milljóna króna viðskiptum auk þess sem bréf Eikar hækkuðu um 1,75% í 183 milljóna viðskiptum. 

Bréf Origo lækkuðu um 1,575 í litlum viðskiptum auk þess sem bréf Kviku lækkuðu um 0,66% í 39 milljóna króna viðskiptum.