FIM, finnski armur Glitnis, sér ýmis tækifæri á finnska markaðinum en hann hefur verið staðið sig hvað best evrópskra markaði undanfarið, að því er fram kemur í skýrslu um finnska hlutabréfamarkaðinn.

?Kjötframleiðandinn HKScan er spáð 132% vexti í sölu eftir vel heppnaða yfirtöku og stendur hann mjög sterkur eftir á sínum lykilmörkuðum og mælir FIM með kaupum á bréfum félagsins,? segir greiningardeild Glitnis.

Markgengi (e. Target Price) Componenta, íhlutaframleiðanda fyrir þungaiðnað, er 28% yfir núverandi markaðvirði og bendir FIM einnig á þá sem vænlegan fjárfestingakost.

?Samsetning finnska fjárfestingamarkaðarins er fjölbreytt og um margt frábrugðin hinum evrópska. Upplýsingatæknigeirinn er mjög stór í Finnlandi og spilar alþjóðlegi símarisinn Nokia stórt hlutverk. Hrávöruframleiðsla er einnig umfangsmikil,? segir greiningardeildin.