Fimm ís­lensk­ir blaðamenn hafa verið tilnefndir sem „Startup Journa­list of the Year“ eða „Ný­sköp­un­ar blaðamaður árs­ins“ á Nordic Startup Aw­ards .

Þeir sem eru til­nefnd­ir eru Edda Her­manns­dótt­ir, blaðamaður á Viðskipta­blaðinu, Ásgeir Ingvars­son, blaðamaður á Morg­un­blaðinu, Birg­ir Þór Harðar­son, blaðamaður á Kjarn­an­um, Magnús Hall­dórs­son, blaðamaður á Kjarn­an­um og Þórður Snær Júlí­us­son, blaðamaður á Kjarn­an­um.

Verðlaunin eru í tveimur hlutum, fyrst eru undanúrslit í hverju landi þar sem fólk getur kosið á heimasíðu verðlaunanna . Síðan tekur sigurvegari hvers lands þátt í lokakeppninni sem haldin verður í Helsinki í Finnlandi þann 26. maí næstkomandi.

Íslensku fyrirtækin Bók­un, Her­ber­ia, Valka, Data­mar­ket og Modio eru tilnefnd sem sprotafyrirtæki ársins.

En eins og VB.is greindi frá var Plain Vanilla valið sprotafyrirtæki árins á Norðurlöndunum í fyrra.