Heildarafli íslenskra fiskiskipa var tæp 93 þúsund tonn í september. Þetta er 6,7% lægra í tonnum en i september í fyrra. Aflinn á föstu verði var hins vegar 5,1% hærri en í september 2014 sem skýrist af auknum botnfiskafla á milli ára. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni sem voru birtar í morgun.

Botnfiskaflinn var rúmlega 36.300 tonn í september en það er 7,9 meira en í sama mánuði á síðasta ári. Af þessum 36.300 tonnum var  veiddust 22.900 tonn af þorski sem er 12,3%  aukning frá fyrra ári. Uppsjávaraflinn nam tæpum 53.500 tonnum í september og dróst saman um 14,4% frá fyrra ári.

Heildarafli úr sjó hefur aukist um 25%, eða um 265 þúsund tonn á síðustu 12 mánuðum en þessa aukningu má nær eingöngu rekja til aukins uppsjávarafla.