Mjölverð er hátt og hefur hækkað um 23% frá áramótum samkvæmt upplýsingum frá IFS greiningu. Verðið nú er 1.040 USD/tonn.

Á síðustu 12 mánuðum hefur mjölverð nánast staðið í stað á meðan flestar aðrar tegundir sjávarafurða hafa lækkað talsvert. Það er mat sérfræðinga IFS greiningar að íslensk uppsjávar-fiskfyrirtæki njóti góðs af þessu.