Fjárlaganefnd hefur afgreitt fjárlagafrumvarpið úr nefndinni og kemur það til þriðju og síðustu umræðu á Alþingi á morgun, miðvikudag.

Samkvæmt tíu fréttum Sjónvarpsins voru gerðar töluverðar breytingar á frumvarpinu í meðförum nefndarinnar. Ekki var tilgreint í hverju þær breytingar fólust.

Nokkrir þingmenn Vinstri grænna eru sagðir óánægðir með að velferðarkerfinu sé ekki hlíft nógu mikið við niðurskurði í frumvarpinu. Áætlað er að afgreiða fjárlagafrumvarpið sem lög frá Alþingi á fimmtudaginn.

Aðalmenn í fjárlaganefnd eru:

  • Ásbjörn Óttarsson 1, NV, S,
  • Ásmundur Einar Daðason 9, NV, Vg,
  • Björgvin G. Sigurðsson 1, SU, Sf,
  • Björn Valur Gíslason 8, NA, Vg, varaform.
  • Höskuldur Þórhallsson 6, NA, F,
  • Kristján Þór Júlíusson 4, NA, S,
  • Oddný G. Harðardóttir 5, SU, Sf, form.
  • Sigmundur Ernir Rúnarsson 7, NA, Sf,
  • Þorgerður K. Gunnarsdóttir 5, SV, S,
  • Þór Saari 9, SV, Hr,
  • Þuríður Backman 5, NA, Vg,