Króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva greindi frá því í dag að fjármálaeftirlit landsins hafi samþykkt nýtt formlegt tilboð frá bandaríska lyfjafyrirtækinu Barr Pharmaceuticals.

Barr hækkaði tilboð sitt í 820 kúnur á hlut, sem samsvarar um 179 milljörðum króna, en kauptilboð Actavis í króatíska félagið nemur 795 kúnum á hlut.

Búist er við svari frá Actavis á næstunni og segja heimildarmenn Viðskiptablaðsins að frétta sé jafnvel að vænta í dag.