Wolfgang Schaeuble, fjármálaráðherra Þýskalands, býst við því að mikil bólumyndun sé að eiga sér stað í alþjóðahagkerfinu. Ástæðan er sú að seðlabankar séu að dæla of miklum peningum inn í hagkerfin.

„Við ættum að læra af síðustu kreppu,“ sagði Schaeuble þegar hann kynnti fjárlög sín fyrir þýsk stjórnvöld.

Hann lét ummælin falla eftir að Seðlabanki Evrópu tilkynnti að hann myndi halda áfram að styðja við fjármálaheiminn ef þess þyrfti, en bankinn tók þá ákvörðun að kaupa skuldabréf fyrir 1,1 billjón evra.

Schaeuble hefur hins vegar ítrekað varað við því að treysta um of á seðlabanka til að koma hagkerfinu í samt horf.