Hinn nýskipaði franski fjármálaráðherra, Christine Lagarde, sagðist í gær ætla að "fylgjast náið" með yfirtöku Kraft Foods á kexkökueiningu Danone, enda þótt samningurinn væri aðeins á milli fyrirtækja í einkaeigu. Fjármálaráðherrann lét hafa þetta eftir sér í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina iTele í gær. "Ég held að við séum ekki reiðubúin til þess að setja tómatsósu á kexkökuna okkar," sagði Lagarde í gríni.

Lagarde sagði jafnframt að fjármálaráðuneytið ætlaði að tryggja að yfirtakan kæmi ekki niður á réttindum starfsmanna Danone. "Við óskum eftir því að starfsmönnum verði ekki fækkað, að verksmiðjurnar muni áfram verða starfræktar í Frakklandi og að skuldbindingar Kraft verði í samræmi við hagsmuni launþega," sagði Lagarde.