Á aðalfundi Fjarskipta hf. var samþykkt tillaga stjórnar um að lækka hlutafé félagsinsmeð greiðslu af eigin fé til hluthafa þess, að fjárhæð 2.500 milljónum króna. Lækkunin nemur að nafnverði 545.256.270 króna.

Á fundinum voru kjörin í stjórn félagsins þau Heiðar Guðjónsson, formaður stjórnar, Hildur Dungal, varaformaður stjórnar, Anna Guðný Aradóttir, Hjörleifur Pálsson og Vilmundur Jósefsson.

Þá var á fundinum ákveðið að lækka hlutafé félagsins um 90,9 milljónir króna að nafnvirði. Sú lækkun tekur einvörðungu til eigin hluta félagsins sem það hefur eignast með kaupum á markaði undanfarin misseri.