Fjöldi fullorðinna í yfirþyngd og offitu í þróunarlöndunum hefur fjórfaldast allt frá árinu 1980. Þetta sýna niðurstöður breskrar hugveitu sem ber heitið The Overseas Development Institute.

Heilt yfir heiminn fjölgaði þeim sem eru of feitir, eða meira en 25 í BMI, úr því að vera 23% og yfir í að vera 34% frá árunum 1980 til ársins 2008. Á vef BBC kemur fram að aukningin var mest í þróunarríkjum, sérstaklega í þeim ríkjum þar sem tekjur eru að aukast eins og í Egyptalandi og Mexíkó.

Ástæða þessa er sú að mataræði er að aukast. Minna er borðað af korni og grjóni en meira af fitu, sykri olíum og dýrafitu.