Kaupmáttaraukning Íslendinga í útlöndum hefur aukist talsvert á síðustu árum, eða um helming. Í frétt Ríkisútvarpsins , kemur fram að innflutningur Íslendinga á vörum erlendis frá hefur aukist um fjórðung frá því í fyrra.

Þetta skýrir aðallega sterkt gengi krónunnar í bland við launahækkanir. Í Hagspá greiningardeildar Arion banka sem kynnt var í gær kemur fram að kaupmáttur Íslendinga í útlöndum hefur hækkað um nærri heming á síðustu tveimur árum. Ef litið er til netverslunnar þá er ljóst að mikil kaupmáttaraukning erlendis hafi skilað sér í aukinni netverslun.

Haft er eftir Brynjari Smára Rúnarssyni, forstöðumanni markaðssviðs Póstsins, að mest sé keypt frá Asíu, þá Bandaríkjunum og Bretlandi. Hann bendir einnig á ef horft er á fyrstu níu mánuði ársins þá séum við horfa fram á 25% aukningu á sölu. Í Bretlandi, þar sem að pundið hefur veikst töluvert er horft á 30% aukningu.