Bandaríska ríkið krefur Deutsche Bank um greiða 14 milljarða dollara vegna þátts bankans í fjármálakreppunni árið 2008. Upphæðin er jafnvirði um sextán hundruðuð milljarða króna.

Bréf í Deutsche Bank féllu um 7% í þýsku kauphöllinni í kjölfar þessara frétta.

Forsvarsmenn Deutsche Bank segjast ekki taka það í mál að greiða svo háa upphæð og taka jafnframt fram að málið sé enn á fyrstu stigum. Ef að sektin myndi ganga í gegn, þá væri þetta með þeim hæstu sektum tengdri fjármálakreppunni 2008.

Þetta kemur fram í frétt á vef BBC.