FL Group hefur aukið við hlut sinn í AMR Corporation, móðurfélagi American Airlines, stærsta flugfélags í heimi, og á í dag 8,63% hlut í félaginu. FL Group er því stærsti hluthafi félagsins samkvæmt því sem tilkynnt hefur verið.

FL Group tilkynnti þann 26. desember að félagið hefði keypt 5,98% hlut í AMR Corporation. Frá því hefur FL Group haldið áfram að byggja upp stöðu í félaginu.

Í frétt félagsins kemur fram að FL Group býr yfir mikilli reynslu og þekkingu sem fjárfestir í flugfélögum eftir að hafa átt Icelandair Group og Sterling Airlines, ásamt 16,9% hlut í breska lágfargjaldafélaginu easyJet. Til viðbótar við hlut félagins í AMR Corporation á FL Group einnig 22,4% hlut í Finnair.

Hannes Smárason, forstjóri FL Group, upplýsti hluthafa félagsins um þetta á á aðalfundi félagsins sem nú stendur yfir. Þar sagði hann: " Við berum áfram miklar væntingar til þessarar fjárfestingar. Við höfum fylgst mjög grannt með rekstri flugfélaga í Bandaríkjunum og teljum horfur AMR Corporation fyrir árið 2007 séu afar góðar.?

Markaðsvirði AMR er nú 8,18 milljarðar Bandaríkjadala eða um 550 milljarðar króna. Hlut FL Group má meta á 47 milljarða króna.