Það eru fleiri en Íslendingar sem fagna því að erlendum ferðamönnum hefur fjölgað mikið í sumar. Erlendir ferðamenn hafa nefnilega aldrei verið fleiri á Spáni. Hvorki fleiri né færri en 7,7 milljónir erlendra ferðamanna komu til Spánar í júlí og er það 4,4% aukning á milli ára.

Mesta aukningin var í röðum þýskra ferðamanna í mánuðinum eða 9,7%. Flestir erlendir ferðamenn á Spáni komu frá Frakklandi og Þýskalandi, samtals 31,7% allra ferðalanga. Fleiri ferðamenn komu jafnframt frá frá Bandaríkjunum, Portúgal og Norðurlöndunum en fyrri ár. Meirihluti erlendra ferðamanna á Spáni kom sem fyrr frá Bretlandi. Þeir voru 1,76 milljónir talsins, 22,9% allra erlendra ferðamanna. Þeim fjölgaði hins vegar ekkert á milli ára.

Í umfjöllun AFP-fréttastofunnar um málið segir að þetta sé mikilvægur liður í því að snúa efnahagslífi Spánar til betri vegar enda nemi hlutur ferðaþjónustunnar 10% af landsframleiðslu.