Landvinningar fríblaðasamsteypunnar Metro halda áfram. Í gær tilkynnti Metro um útgáfu tveggja nýrra fríblaða í borgunum Calgary og í Edmonton í Kanada. Útgáfan er samstarfsverkefni Metro og kandadíska fyrirtækisins Torstar. Hún mun hefjast á næstu tveim mánuðum og í kjölfarið munu tæplega helmingur Kanadamanna hafa aðgengi að fríblöðum sem eru gefin út á vegum Metro. Rétt eins og annarstaðar er fríblöðum Metro-útgáfunnar dreift á fjölförnum stöðum í borgum ásamt því að vera vegfarendum aðgengileg með öðrum hætti.

Metro er stærsta dagblaðasamsteypa heims og sú sem er í hvað örustum vexti. Fyrsta Metroblaðið kom út í Stokkhólmi árið 1995. Í dag koma Metroblöðin út í yfir hundrað borgum í tuttugu löndum um heim allan.