Rauður litur einkennir hlutabréfamarkaðinn í dag þar sem flest félög lækkuðu. Eimskip var eina félagið sem hækkaði, um 0,42%.

Nýherji lækkaði um 4,11% og Hagar um 0,55%. Öll tryggingafélögin lækkuðu, Sjóvá um 0,90%, TM um 0,87% og Vís um 1,89%.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam 933 milljónum króna en velta á skuldabréfamarkaði nam 5,2 milljörðum króna. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,21% en frá áramótum hefur hún hækkað um 7,46%.