MMR kannaði nýlega viðhorf Íslendinga til erlendra ferðamanna á Íslandi. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 80% vera jákvæð gagnvart þeim en 7,5% sögðust vera neikvæð.

Þeir sem höfðu hærri heimilistekjur voru frekar jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi en þeir sem höfðu lægri heimilistekjur. Af þeim sem tóku afstöðu og tilheyrðu tekjuhæsta hópnum (milljón eða meira á mánuði í heimilistekjur) sögðust 89,3% vera jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum, borið saman við 62,3% þeirra sem tilheyrðu tekjulægsta hópnum (undir 250 þúsund á mánuði í heimilistekjur.

Þá voru þeir sem studdu Framsóknarflokkinn síður jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi en stuðningsfólk annarra flokka. Tæplega 71% þeirra sem studdu Framsóknarflokkinn sögðust vera jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi, borið saman við 89,6% þeirra sem studdu Bjarta framtíð.

Nánar má lesa um niðurstöður könnunarinnar hér.