*

sunnudagur, 19. september 2021
Erlent 29. nóvember 2020 10:32

Flestir tengiflugfarþegar í Sjanghæ

Sjanghæ er orðin sú borg sem tekur á móti flestum tengiflugfarþegum í heimi. London tróndi á topnnum fyrir COVID-19.

Ritstjórn
Frá Heathrow flugvellinum í London.
european pressphoto agency

Sjanghæ er orðin sú borg sem tekur á móti flestum tengiflugfarþegum í heimi að því er BBC greinir frá. Áður en kórónuveiran fór að leika heimsbyggðina grátt tróndi London á toppnum yfir flesta tengifarþega. 

Tengifarþegum sem millilenda í London hefur fækkað um 67% frá því að faraldurinn fór á flug, að því er kemur fram í upplýsingum frá alþjóðaflugyfirvalda (IATA).

Kínverskar borgir raða sér nú upp í efstu fjögur sæti listans og hefur veiran dregið verulega úr umferð farþega um stóra og þekkta tengiflugvelli líkt og Heathrow flugvöllinn í London, JFK í New York og alþjóðaflugvöllinn í Tokyo.

Þær borgir sem raða sér í efstu fjögur sætin eru Sjanghæ, Peking, Guangzhou og Chengdu.

Stikkorð: London farþegar Sjanghæ tengiflug