Erlent 11. febrúar 2013 11:40 Ritstjórn / [email protected]

Flugfélög í eina sæng

American Airlines og US Airlines munu líklega renna saman undir einu merki á næstu dögum.
Ljósmynd: AFP

Líklegt þykir að tilkynnt verði um samruna bandarísku flugfélaganna American Airlines og US Airways í vikunni. Samruninn hefur verið í pípunum svo mánuðum skiptir eða allt frá því American Airlines óskaði eftir heimild til greiðslustöðvuna samkvæmt bandarískum gjaldþrotalögum í nóvember árið 2011.

Ef af verður þá mun sameinað fyrirtæki verða stærsta flugfélag Bandaríkjanna.

Bandaríska dagblaðið The New York Times segir í umfjöllun um málið á vef sínum að með samruna American Airlines og US Airways sé endir bundinn á samrunaferli í bandarískum fluggeira sem staðið hefur yfir meira og minna síðan árið 2001. Þegar yfir lýkur verði flugrisar í landinu þrír og önnur flugfélög teljandi á fingrum annarrar handar.

Aðrar fréttir
Fólk
Skoðun
Eftir vinnu