Fjármálaeftirlitið gerði í byrjun árs athugsemdir við starfsemi Sameinaða lífeyrissjóðsins. Gerðar voru athugasemdir við fjárfestingarstefnu sjóðsins fyrir árið 2010 og um fjárfestingarstefnu og úttekt á ávöxtun lífeyrissjóða og vörsluaðila séreignasparnaðar.

„Fjármálaeftirlitið taldi að hvorki væru til staðar fullnægjandi reglur og verkferlar um fjárfestingar sjóðsins né fullnægjandi reglur er lytu að fjárfestingaákvörðunum. Einnig kom fram við athugun eftirlitsins að ekki væru til skýrar reglur um upplýsingagjöf til stjórnar,“ segir í tilkynningu frá FME. Athugun á fjárfestingum lífeyrissjóðsins var framkvæmd í nóvember á síðasta ári.

Síðan þá hefur verið unnið að því að að bregðast við athugasemdum FME, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Sameinaða lífeyrissjóðinum. Meðal þess sem FME setti út á eru fjárfestingar í óskráðum félögum með forkaupsrétti. Það er óheimilt samkvæmt lögum.

Fréttatilkynning frá Sameinaðalífeyrissjóðinum:

„Þann 11. febrúar síðastliðinn fékk Sameinaði lífeyrissjóðurinn afhenta endanlega skýrslu með athugasemdum Fjármálaeftirlitsins (FME) við starfsemi sjóðsins í kjölfar athugunar, sem FME gerði á fjárfestingum sjóðsins í nóvember 2010.  Fyrstu drög að skýrslunni voru afhent í byrjun janúar á þessu ári og síðan þá hafa stjórn og starfsmenn sjóðsins unnið að því að bregðast við þeim athugasemdum sem FME gerði.  Í þessu starfi hefur sjóðurinn átt mjög gott samstarf við Fjármálaeftirlitið. Þegar lokaskýrslan kom út þann 11. febrúar s.l. var búið að bregðast við flestum athugasemdum og ábendingum Fjármálaeftirlitsins, eins og lesa má í fréttatilkynningu sem birt var á vefsíðu FME í dag 28. febrúar.

Stjórn og starfsmenn Sameinaða lífeyrissjóðsins munu halda áfram að lagfæra það sem út af stendur, en það snýr meðal annars að því að skýra enn frekar ýmsa verkferla sem tengjast fjárfestingum sjóðsins.  Gert er ráð fyrir að komið hafi verið til móts við allar athugasemdir áður en frestur FME rennur út.“

Fréttatilkynning frá FME.

Fjármálaeftirlitið gerði í byrjun árs athugsemdir við starfsemi Sameinaða lífeyrissjóðsins. Gerðar voru athugasemdir við fjárfestingarstefnu sjóðsins fyrir árið 2010 og um fjárfestingarstefnu og úttekt á ávöxtun lífeyrissjóða og vörsluaðila séreignasparnaðar.

„Fjármálaeftirlitið taldi að hvorki væru til staðar fullnægjandi reglur og verkferlar um fjárfestingar sjóðsins né fullnægjandi reglur er lytu að fjárfestingaákvörðunum. Einnig kom fram við athugun eftirlitsins að ekki væru til skýrar reglur um upplýsingagjöf til stjórnar,“ segir í tilkynningu frá FME. Athugun á fjárfestingum lífeyrissjóðsins var framkvæmd í nóvember á síðasta ári.

Síðan þá hefur verið unnið að því að að bregðast við athugasemdum FME, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Sameinaða lífeyrissjóðinum. Meðal þess sem FME setti út á eru fjárfestingar í óskráðum félögum með forkaupsrétti. Það er óheimilt samkvæmt lögum.

Fréttatilkynning frá Sameinaðalífeyrissjóðinum:

„Þann 11. febrúar síðastliðinn fékk Sameinaði lífeyrissjóðurinn afhenta endanlega skýrslu með athugasemdum Fjármálaeftirlitsins (FME) við starfsemi sjóðsins í kjölfar athugunar, sem FME gerði á fjárfestingum sjóðsins í nóvember 2010.  Fyrstu drög að skýrslunni voru afhent í byrjun janúar á þessu ári og síðan þá hafa stjórn og starfsmenn sjóðsins unnið að því að bregðast við þeim athugasemdum sem FME gerði.  Í þessu starfi hefur sjóðurinn átt mjög gott samstarf við Fjármálaeftirlitið. Þegar lokaskýrslan kom út þann 11. febrúar s.l. var búið að bregðast við flestum athugasemdum og ábendingum Fjármálaeftirlitsins, eins og lesa má í fréttatilkynningu sem birt var á vefsíðu FME í dag 28. febrúar.

Stjórn og starfsmenn Sameinaða lífeyrissjóðsins munu halda áfram að lagfæra það sem út af stendur, en það snýr meðal annars að því að skýra enn frekar ýmsa verkferla sem tengjast fjárfestingum sjóðsins.  Gert er ráð fyrir að komið hafi verið til móts við allar athugasemdir áður en frestur FME rennur út.“

Fréttatilkynning frá FME.