*

fimmtudagur, 27. febrúar 2020
Innlent 30. ágúst 2018 16:05

FME samþykkir endurkaupaáætlun VÍS

Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt endurkaupaáætlun VÍS upp á allt að 300 milljónir króna, sem aðalfundur heimilaði í lok mars.

Ritstjórn
Helgi Bjarnason er forstjóri VÍS.
Haraldur Guðjónsson

Fjármálaeftirlitið samþykkti fyrr í dag endurkaupaáætlun vátryggingafélagsins VÍS, en félagið samþykkti á aðalfundi í lok mars að heimila stjórn að kaupa allt að 10% af eigin hlutafé á næstu 18 mánuðum.

Stjórn VÍS tók á grundvelli þeirrar samþykktar ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar 17. ágúst í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé þess.

Þetta kemur fram í tilkynningu VÍS til kauphallarinnar, þar sem einnig kemur fram leiðrétting á hámarksmagni hvers viðskiptadags, sem verður 801.401 hlutir.