Ford Motor Co. ætlar sér að fjárfesta einum milljarði dala á næstu fimm árum í sprotafyrirtæki sem var stofnað fyrir stuttu.

Fyrirtækið sem um ræðir heitir Argo AI og mun þróa stafrænar lausnir fyrir sjálfkeyrandi bíla Ford Motor Co. Fyrirtækið stefnir að koma fyrstu sjálfkeyrandi bílunum sínum á markað árið 2021.

Stofnendur félagsins eru Bryan Salesky og Peter Rander, en þeir eru báðir þekktir fyrir störf sín innan Alphabet Inc. og Uber á sviði sjálfkeyrandi bíla.