Fordæmi eru fyrir því að verjendur í sakamálum hafi áfrýjað til Hæstaréttar réttarfarssektum sem héraðsdómur hefur dæmt þá til að greiða. Jón Egilsson lögmaður áfrýjaði slíkum dómi þegar hann var dæmdur til að greiða 40 þúsund krónur í sekt árið 2005 en Hæstiréttur staðfesti sektina. Jón skilaði greinargerð til Hæstaréttar vegna réttarfarssektarinnar um það leyti sem málið var til meðferðar í Hæstarétti.

Gestur Jónsson, sem var verjandi Sigurðar Einarssonar þar til aðalmeðferð fór fram í al-Thani málinu, sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins á fimmtudag fyrir viku að hann vissi ekki hvaða möguleika hann hefði til kæru eða áfrýjunar. Hann var dæmdur til greiðslu sektar fyrir að segja sig frá al-Thani málinu í óþökk dómara.